Endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu er 35% frá og með 1 júlí 2023.
1.7.2023
Þeir sem eiga íbúðarhúsnæði fá endurgreitt 35% af virðisaukaskatti á vinnu iðnaðarmanna á vinnustað vegna nýbyggingar, endurbóta eða viðhalds frá og með 1 júlí 2023, sjá nánar hér.
Þeir sem eiga íbúðarhúsnæði fá endurgreitt 35% af virðisaukaskatti á vinnu iðnaðarmanna á vinnustað vegna nýbyggingar, endurbóta eða viðhalds frá og með 1 júlí 2023, sjá nánar hér.
Endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu er 60% frá og með 1 september 2022.
1.9.2022
Þeir sem eiga íbúðarhúsnæði fá endurgreitt 60% af virðisaukaskatti á vinnu iðnaðarmanna á vinnustað vegna nýbyggingar, endurbóta eða viðhalds frá og með 1 september 2022.
Þeir sem eiga íbúðarhúsnæði fá endurgreitt 60% af virðisaukaskatti á vinnu iðnaðarmanna á vinnustað vegna nýbyggingar, endurbóta eða viðhalds frá og með 1 september 2022.
Endurgreiðsla vsk af vinnu verður 100% til 31 ágúst 2022.
1.1.2022
Þeir sem eiga eða byggja íbúðarhúsnæði hafa fengið endurgreitt 60% af virðisaukaskatti á vinnu manna á vinnustað vegna nýbyggingar, endurbóta eða viðhalds. Það hlutfall var hækkað í 100%, þ.e.a.s. allur virðisaukaskattur af þessari vinnu verður endurgreiddur. Heimildin verður einnig útvíkkuð þannig að hún nái líka til frístundahúsnæðis, t.d. sumarbústaða, hönnunar og eftirlits með framkvæmdum o.s.frv. Þessar auknu heimildir munu gilda til 1.7.2022, sjá nánar hér:
„Allir vinna“ - Tímabundin hækkun á endurgreiðslum VSK | VSK-endurgreiðslur | Skatturinn - skattar og gjöld
Þeir sem eiga eða byggja íbúðarhúsnæði hafa fengið endurgreitt 60% af virðisaukaskatti á vinnu manna á vinnustað vegna nýbyggingar, endurbóta eða viðhalds. Það hlutfall var hækkað í 100%, þ.e.a.s. allur virðisaukaskattur af þessari vinnu verður endurgreiddur. Heimildin verður einnig útvíkkuð þannig að hún nái líka til frístundahúsnæðis, t.d. sumarbústaða, hönnunar og eftirlits með framkvæmdum o.s.frv. Þessar auknu heimildir munu gilda til 1.7.2022, sjá nánar hér:
„Allir vinna“ - Tímabundin hækkun á endurgreiðslum VSK | VSK-endurgreiðslur | Skatturinn - skattar og gjöld
Beiðni um endurgreiðslu af Virðisaukaskatti hjá Rsk vegna vinnu við baðherbergið9.1.2019
Ríkisskattstjóri endurgreiðir 60% af virðisaukaskatti af vinnu iðnaðarmanna við baðherbergið og íbúðarhúsnæði almennt, en beiðnin er undir RSK 10.18 hjá Rsk og er hún fyllt út rafrænt á netinu, sjá meðfylgjandi link hjá Rsk: https://www.rsk.is/einstaklingar/eydublod/2019#flokkur5, en beiðnin er undir flokknum "Endurgreiðslur" og "RSK 10.18" og velja þar "Rafræn skil" þar sem þú skráir þig inn á þitt svæði hjá Rsk og fyllir út endurgreiðslu beiðnina. Viðtal og myndir í Fréttatímanum af baðherbergi sem Baðlínan framkvæmdi2.9.2016
Orri Stefánsson og Björk Filipsdóttir búa fallegu parhúsi í Lindunum í Kópavogi. Fyrr á þessu ári ákváðu þau að gera algerlega upp baðherbergið hjá sér og var það gert upp frá grunni. „Öllu var skóflað út, skipulaginu breytt aðeins og allt endurnýjað,“ segir Orri. Eftir töluverða umhugsun og bollaleggingar ákváðu hjónin að tala við Baðlínuna sem sérhæfir sig í allsherjar breytingum á baðherbergjum. Það hentaði þeim þegar upp var staðið mjög vel og voru þægindin þar efst á baugi. „Við völdum innréttingu og tæki, borðplötu og flísar, en vorum að öðru leyti ekki að hræra mikið í þessu sjálf. Þetta er mjög þægilegt upp á að það að gera að það þarf ekki alltaf að vera að hringja í múrara, rafvirkjann eða píparann og svo framvegis. Maður losnar við allt þetta kvabb, það þarf þá allavega bara að kvabba í einum aðila ef það þarf að kvabba eitthvað!” Alls tóku framkvæmdirnar um 4 vikur og segir Orri almenna ánægju ríkja með útkomuna. „Mér fannst þetta allt í lagi áður en Björk var nú ekki aldeilis á því – og hún fékk „náttúrlega“ að ráða, svo sér maður muninn þegar þetta er allt klárt og gerir sér grein fyrir að þetta var algerlega komið á tíma,“ Segir Orri og hlær. Einnig má sjá allar fyrir og eftir myndirnar af baðherberginu hjá Orra og Björk hér á facebook síðu Baðlínunnar: https://www.facebook.com/Badlinan/posts/1014447785293949 Baðlínan stillti jafnframt upp öllu vöruúrvalinu fyrir baðherbergið þeirra í samstarfi við okkar frábæru birgja: Egill Árnason ehf, Tengi ehf, Glerborg, Fanntófell ehf. Breyting á endurgreiðslu vsk frá 1.jan. 2015 - Verður 60% af vinnu í stað 100% áður.1.1.2015
Endurgreiðsla VSK af vinnu við íbúðarhúsnæði, en eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis er endurgreiddur sá virðisaukaskattur sem þeir greiða af vinnu iðnaðar- og verkamanna á byggingarstað vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds. Ekki er endurgreiddur virðisaukaskattur af efni eða vinnu stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla sem skráningarskyldar eru í vinnuvélaskrá. Endurgreiðslan er m.a. háð framlagningu fullgildra reikninga frá seljanda þjónustunnar, þ.m.t. verður seljandi þjónustunnar að vera skráður á virðisaukaskattsskrá (vera með opið vsk-númer) á þeim tíma þegar vinnan er innt af hendi. Endurgreiðslur til eigenda frístundahúsnæðis falla úr gildi þann 1. janúar 2015 sem og lækkar endurgreiðsluhlutfall til íbúðareigenda úr 100% í 60%, sjá nánar á heimasíðu Rsk: https://www.rsk.is/einstaklingar/skattar-og-gjold/virdisaukaskattur/ Heimsókn hjá Ragnhildi Steinunni12.2.2014
Sindri Sindrason var í heimsókn hjá Ragnhildi Steinunni á stöð 2 í kvöld, en hér má sjá myndbrot af baðherbergi sem var hannað og gert upp af Baðlínunni! 15.01.2014
Átakið „Allir vinna“ hefur verið framlengt til 31. desember 2014. Endurgreiðsla virðisaukaskatts verður áfram 100% á árinu 2014. Með allt uppi á borðinu færðu virðisaukaskattinn endurgreiddan Það er einfalt að sækja um endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Farðu inn á www.skattur.is, skráðu þig inn og fylltu út eyðublaðið „beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts.“ Halda þarf til haga frumritum af öllum reikningum sem greiddir hafa verið vegna vinnu á byggingarstað. Reikningarnir þurfa að vera sundurliðaðir í efniskostnað annars vegar og vinnukostnað hins vegar.Reikningum og staðfestingu á að þeir hafi verið greiddir er síðan skilað til ríkisskattstjóra sem endurgreiðir virðisaukaskattinn. |